Hörkuveiði hjá Valdimar GK-195

Valdimar GK 195 kom inn til löndunar á Ólafsvík nýverið með tæp 80 tonn af fyrsta flokks línuveiddum þorski. Aflinn náðist í þremur lögnum á Látragrunni vestur af Breiðafirði og var honum ekið til vinnslu Þorbjarnar í Grindavík.