Mettúr hjá Hrafni Sveinbjarnarsyni

Stjánagengið – Önnur af tveimur áhöfnum á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK255

Strákarnir á Hrafni Sveinbjarnarsyni gerðu heldur betur góðan túr núna í mars þegar þeir komu með að landi 24.000 kassa af frosnum afurðum. Aflaverðmætið rúmar 432 milljónir og alveg morgunljóst að guli Cheerios bolurinn er að gefa vel. Í krónum talið er þetta mesta aflaverðmæti sem skip gert út af Þorbirni hefur komið með úr einni veiðiferð. Túrinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig en bansett veiran gerði mönnum lífið leitt, en þessir meistarar létu það ekki stoppa sig. Uppistaða aflans var þorskur og ufsi sem fékkst að mestu suðvestur af landinu, á Jökuldýpinu og Selvogsbanka.

Þorbjörn óskar áhöfninni til hamingju með frábæran árangur!