Hrafn Sveinbjarnarson hefur sinn fyrsta túr á árinu eftir slipp á Akureyri

Hrafn Sveinbjarnarson er mættur aftur á miðin eftir stopp hjá Slippnum á Akureyri. Þar var unnið að því að skipta um kælimiðil og er nú búið að setja upp ammoníak kælikerfi í skipið sem eykur bæði frystigetu togarans ásamt því að vera umhverfisvænni. Samhliða því verki var öðrum minni viðhaldsverkum sinnt. Verkið fórst vel úr hendi og var unnið í samvinnu við Kælismiðjuna Frost og Slippinn á Akureyri.

Strákarnir eru komnir vestur á miðin og byrjar veiðiferðin vel. Skipstjóri er Valur Pétursson