Hrafn Sveinbjarnarson líkur veiðiferð með hátt í þúsund tonn í afla

Þann 8. maí landaði Hrafn Sveinbjarnarson í Grindavíkurhöfn. Aflinn úr veiðiferðinni hátt í þúsund tonn (975) og aflaverðmæti yfir 500 milljónir. Veiðiferðin var alls 32 dagar en komið var inn til millilöndunar 19. apríl. Uppistaðan aflans var þorskur en einnig fékkst vel af ufsa og karfa. Frábær árangur hjá Valsgenginu!

Skipstjóri í þessari veiðiferð var Valur Pétursson
Hrafn Sveinbjarnarson læðist að bráðinni
Frystitækin keyrð á fullum afköstum