Það var spegilsléttur sjór og sól þegar aflaskipið Tómas Þorvaldsson kom inn í Hafnarfjarðarhöfn núna í morgunsárið eftir vel heppnaðann túr. Aflinn um 700 tonn og verðmætið 442 milljónir. Uppistaðan í aflanum er þorskur og ufsi og einnig gerðu strákarnir ansi vel í grálúðunni. Túrinn hófst úti fyrir Reykjanesi, nánar tiltekið á Eldeyjarbankanum og síðan úti fyrir Vestfjörðum, á Halanum og Víkurálnum. Framundan er slipptaka þar sem að vinnsludekkið fær allsherjar yfirhalningu og skipið málað. Þorbjörn færði strákunum köku í tilefni af þessum glæsilega túr.