Fyrsta löndun hjá Tómasi Þorvaldssyni á nýju ári

Tómas Þorvaldsson lagðist að bryggju snemma í morgun með tæplega 17 þús kassa af afurðum. Túrinn var alls tæpir 30 dagar og var aflinn blandaður, en uppistaðan ufsi og þorskur. Veiðiferðin hófst á Vestfjarðarmiðum, nánar tiltekið í Víkurálnum og Halamiðum. Seinni hluta veiðiferðarinnar var varið á Reykjanesgrunni þar sem vel fékkst af ufsa.